Fyrstu æðarungarnir eru komnir á flot á Ströndum þetta vorið, en á Bæjarvíkina á Kirkjubóli voru komnir ungar á flot á Hvítasunnudag, þann 4. júní. Á sömu vík sáust fyrst ungar síðasta dag maímánaðar í fyrra. Flestar æðarkollurnar í Orrustutanganum sem félagsheimilið Sævangur stendur á liggja þó enn á eggjum sínum og eru makindalegar þegar sólin skín á þær. Æðarfuglinn er um það bil þrjár vikur að unga út.
Teisturnar eru búnar að verpa
Æðarkollurnar liggja flestar á í rólegheitum
Tjaldurinn verpir þremur eggjum í ár – ljósm. Jón Jónsson