Grunnskólanum og Tónskólanum á Hólmavík var slitið á föstudaginn var í Hólmavíkurkirkju. Um leið kvöddu 10 nemendur í 10. bekk skólann, en þau sem fara í framhaldsnám þurfa að leita á aðrar slóðir. Mjög misjafnt er hvert krakkar af Ströndum fara í framhaldsskóla, Akranes, Akureyri, Sauðárkrókur og Reykjavík eru líklegustu staðirnir, en algjör undantekning er að Strandamenn sæki framhaldsnám á Ísafjörð.
Victor Örn Victorsson skólastjóri segir að vel gangi í skólastarfinu og það stefni í að skólinn verði fullmannaður réttindakennurum næsta vetur.
Ljósm. Ester Sigfúsdóttir og Dagrún Ósk