11/09/2024

Verðlaun í ljóðasamkeppni

Síðastliðið fimmtudagskvöld var haldið ljóðakvöld á Héraðsbókasafni Strandasýslu á Hólmavík. Tilefnið var afhending verðlauna fyrir bestu Strandaljóðin sem bárust í ljóðasamkeppni á landsvísu sem haldin var í vetur á vegum samstarfshóps um barnamenningu á bókasöfnum. Mjög góð þátttaka var í þessari samkeppni á Ströndum og kom fram í ræðu Esterar Sigfúsdóttir bókavarðar að börn úr héraðinu eigi 11 ljóð af 70 í bók sem ætlunin er að gefa út með úrvali ljóða sem bárust í samkeppnina.

Á ljóðakvöldinu veitti Héraðsbókasafnið verðlaun fyrir 3 bestu Strandaljóðin í hvorum aldurshóp (9-12 ára og 13-16 ára) og bauð gestum upp á kaffi og kleinur. Þeir sem fengu verðlaun lásu upp ljóðin sín á kvöldinu.

Verðlaunin hlutu í flokki 13-16 ára:

1. Jón Örn Haraldsson á Hólmavík: Ég
2. Jón Arnar Ólafsson á Hólmavík: Ég er
3.
Ellen Björg Björnsdóttur á Melum:  Þegar á að fara að smala

Verðlaun hlutu í flokki 9-12 ára:

1. Agnes Sif Birkisdóttir á Drangsnesi: Nóttin
2.
Sara Jóhannsdóttir á Hólmavík: Myrkur og ljós
3. Margrét Vera Mánadóttir á Hólmavík: Sól og ský

Verðlaun voru gefin af Héraðsbókasafni Strandamanna og Strandagaldri.

Frá verðlaunaafhendingunni – Ljósm. Jón Jónsson