Fimmtudagskvöldið 1. júní kl. 20:00 verður ljóðakvöld á Héraðsbókasafninu á Hólmavík. Í vor var haldin ljóðasamkeppni á vegum samstarfshóps um barnamenningu á bókasöfnum og mjög góð þátttaka var á Ströndum. Þátttakendum var skipt í tvo aldurshópa 9-12 ára og 13-16 ára. Bókasafnið ætlar á fimmtudagskvöldið að veita verðlaun fyrir 3 bestu Strandaljóðin í hvorum aldurshóp og verða kaffi og kleinur á boðstólum. Þeir sem fá verðlaun lesa upp ljóðin sín og eru allir velkomnir að fylgjast með.
Í tengsulm við samkeppnina verður gefin út ljóðabók með úrvali ljóða sem bárust í samkeppnina og alls tóku 21 bókasafn þátt í keppninni. Þau ljóð eftir Strandamenn sem verða birt í ljóðabókinni eru:
* Byrjunin á endinum eftir Halldóru Guðjónsdóttur á Drangsnesi
* Ég eftir Jón Örn Haraldsson á Hólmavík,
* Ég er strákur eftir Jón Arnar Ólafsson á Hólmavík,
* Ég vildi óska þess eftir Söru Eðvarðsdóttur á Hólmavík,
* Hýr fýr eftir Indriða Einar Reynisson í Hafnardal,
* Myrkur og ljós eftir Söru Jóhannsdóttur á Hólmavík,
* Nóttin eftir Agnesi Sif Birkisdóttur á Drangsnesi,
* Sól og ský eftir Margréti Veru Mánadóttur á Hólmavík,
* Stjarna eftir Sigrúnu Björg Kristinsdóttur á Hólmavík,
* Vindurinn eftir Kolbrúnu Guðmundsdóttur á Drangsnesi
* Þegar á að fara að smala eftir Ellen Björg Björnsdóttur á Melum