22/11/2024

Kaupfélagið á Borðeyri hættir

Í dag lýkur yfir hundrað ára samfelldri sögu samvinnureksturs í verslun á Borðeyri. Kaupfélag V.-Húnvetninga hættir þá verslun á Borðeyri, en einkahlutafélagið Lækjargarður ehf í eigu Sigrúnar Waage og Heiðars Þórs Gunnarssonar hefur keypt verslunarhúsnæði og sláturhús kaupfélagsins og hefja rekstur þar eftir áramótin. Verða þau innt frétta af því eftir áramót. 

Verslunarfélag Hrútfirðinga var stofnað árið 1899, en nafni þess var síðan breytt í Kaupfélag Hrútfirðinga árið 1940. Félagið hætti starfsemi árið 2002, en Kaupfélag Vestur Húnvetninga rak útibú á Borðeyri frá því síðla árs 2002 til ársloka nú 2004. Kaupfélag Hrútfirðinga rak útibú á Óspakseyri frá árinu 1929 til 1942 þar til Kaupfélag Óspakseyrar var stofnað.

Í Kaupfélaginu á Borðeyri í dag – ljósmyndir: Sveinn Karlsson