Nokkur urgur er í sauðfjárbændum á Ströndum vegna nýrra reglna um merkingar sauðfjár sem taka eiga gildi í haust. Finnst mörgum reglurnar íþyngjandi og eru á einn eða annan hátt ósáttir við framkvæmdina, eins og sést í bréfi Ástu F. Flosadóttir sem birtist hér undir flokknum Aðsendar greinar. Matthías Lýðsson bóndi í Húsavík og stjórnarmaður í Búnaðarsambandi Strandamanna sagði í samtali við strandir.saudfjarsetur.is að hann byggist frekar við því að gildistöku reglugerðarinnar yrði frestað og málið skoðað betur í Landbúnaðarráðuneytinu. Vildi hann því hvetja bændur við að fara sér hægt við að panta ný merki, enda væri af því kostnaðarauki fyrir bændur. Reglugerðina sjálfa má nálgast hér.