Áhöfnin á Hlökk ST-66 sem gerir út frá Hólmavík kom með einkennilegan fisk að landi í gær. Svo virðist sem um ýsu sé að ræða, en liturinn er sannarlega óvenjulegur, fiskurinn er einkennilega gulur á litinn. Ingvar Pétursson er skipstjóri á Hlökk. Það var Ingimundur Pálsson sem myndaði furðufiskinn í bak og fyrir.
Stökkbreytt ýsa á Ströndum? – ljósm. Ingimundur Pálsson