22/11/2024

Skólahópur á Lækjarbrekku

Skólahópurinn í leikskólanum Lækjarbrekku á Hólmavík var að semja ljóð í skólanum í dag. Tvö ljóðanna, Vetur og Hestur, voru svo sendar til okkar á strandir.saudfjarsetur.is og að sjálfsögðu birtum við þau hér, ásamt mynd af skólahópnum sem hefur klætt sig í hátíðarskikkjurnar í tilefni dagsins. Eins og sést á ljóðunum er börnin byrjuð að æfa sig í að ríma og eflaust eru einhverjir upprennandi hagyrðingar í hópnum.

Vetur

Snjókarlinn gerir ekki neitt
hann heldur bara á kústi.
Hann er bara fastur á jörðinni
svo bráðnar hann.

Hestur

Hestur hleypur hratt
hann datt.
Hestar borða gras
þeir nota ekki glas.

Ljósm. Leikskólinn Lækjarbrekka