10/09/2024

Morgunverðarhlaðborð á Hólmavík

Dagskrá Hamingjudaganna á morgun hefst með morgunverðar-hlaðborði í Félagsheimilinu á Hólmavík sem Ferðaþjónustan á Kirkjubóli stendur fyrir milli klukkan 8-11, bæði laugardag og sunnudag. Verða þar ýmsar kræsingar, auk hefðbundinna rétta á morgunverðarhlaðborði. Sjálfsagt líta margir í heimsókn til að ná í næringu fyrir daginn eða smakka á rúgbrauði og reyktum rauðmaga eða hafragraut og slátri. Verð fyrir morgunverðinn er kr. 800.- fyrir fullorðna, kr. 400.- fyrir 7-12 ára og frítt fyrir 6 ára og yngri í fylgd með fullorðnum. Vonast er til að sem flestir líti við í morgunmat áður en fjörið hefst, bæði heimamenn og gestir.