Grunnskólinn á Hólmavík verður settur á morgun kl. 10:00 í húsnæði skólans. Í sumar hafa starfsmenn Hólmavíkurhrepps unnið baki brotnu við framkvæmdir við skólavöllinn, en þar er í uppbyggingu boltavöllur með gerfigrasi sem er hluti af átaksverkefni KSÍ og sveitarfélaganna í landinu. Verkinu er ekki alveg lokið, en búast má við því að það verði handagangur í öskjunni í dag og verulegar breytingar verði á svæðinu, þar sem skólastarfið hefst á morgun.
Skólavöllurinn að morgni – ljósm. Jón Jónsson