10/12/2024

53 nemendur í Grunnskólanum á Hólmavík í vetur

Grunnskólinn á Hólmavík var settur í dag við hátíðlega athöfn í Hólmavíkurkirkju. Hrafnhildur Guðbjörnsdóttir skólastjóri setti skólann og kom fram í máli hennar að í vetur væru 53 nemendur í skólanum, sem er eilítið færra en á síðasta ári. 10 af þessum nemendur eru nýir í skólanum, 8 eru í 1. bekk og 2 koma nýir inn í eldri bekki. Kennarastöður eru fullmannaðar, að því frátöldu að eftir er að ráða tónlistarkennara. Eftir skólasetninguna gengu kennarar, starfsfólk og nemendur fylktu liði í skólann. Meðfylgjandi myndir tók Andrea Kr. Jónsdóttir sveitarstjóri Strandabyggðar. Grunnskólinn á Drangsnesi var settur í gær og eru 7 nemendur í skólanum.

Frá skólasetningu Grunnskólans á Hólmavík – ljósm. Andrea Kr. Jónsdóttir.