24/06/2024

3 grönd og 4 spaðar

5 ásarBridgefélag Hólmavíkur kemur vikulega saman og spilar bridge yfir vetrartímann. Nú í vetur er spilað á þriðjudagskvöldum í Rósubúð, Björgunarsveitarhúsinu á Hólmavík, og hefst spilamennskan jafnan kl. 20:00. Þeim sem áhuga hafa á að taka þátt er velkomið að slást í hópinn. Formaður félagsins nú er Maríus Kárason.