22/11/2024

17. júní á Hólmavík

Ungmennafélagið Geislinn sér um hátíðarhöld í tilefni af 17. júní á Hólmavík. Hátíðin hefst með andlitsmálun og blöðrusölu við félagsheimilið á Hólmavík kl. 12:00 og farið verður í skrúðgöngu þaðan kl. 14:00 að Klifstúni (neðan við kirkjuna). Þar flytur fjallkonan ljóð og farið verður í hefðbundna leiki. Allir eru hjartanlega velkomnir á þessa þjóðhátíðarskemmtun. Fjölmargir aðrir viðburðir fara fram 17. júní og næstu daga eins og fræðast má um í öðrum fréttum hér á vefnum.