22/07/2024

100 ára afmæli fræðslulaga

Nemendur og starfslið LyngholtsskólaLaugardaginn 18. ágúst næstkomandi, klukkan 16-18, heldur Snjáfjallasetur málþing í tilefni af hundrað ára afmæli fræðslulaga í Dalbæ á Snæfjallaströnd við Ísafjarðardjúp. Þá mun Ólöf Garðarsdóttir flytja erindi um barnaskóla á millistríðsárunum í ljósi kynferðis og stétta, þéttbýlis og dreifbýlis; Loftur Guttormsson mun flytja erindi um viðbrögð Grunnvíkinga við fræðsluskyldunni 1907 og Engilbert Ingvarsson mun flytja erindi um skólahald í Snæfjallahreppi.

Ókeypis aðgangur er á málþingið og sýningu sem sett hefur verið upp á staðnum um skólahald í Snæfjalla- og Grunnavíkurhreppum hinum fornu í ljósi fræðslulaganna frá 1907. Boðið verður upp á kaffiveitingar, en  um ferðaþjónustu í Dalbæ sjá Gísli Páll Guðjónsson og Ágústa Björg Kristjánsdóttir (s. 662-4888 og 696-8306). Nánari upplýsingar á vef Snjáfjallaseturs, www.snjafjallasetur.is.