22/12/2024

Vortónleikar Kvennakórsins Norðurljós

645-nordurljos
Árlegir vortónleikar Kvennakórsins Norðurljós eru haldnir í dag, miðvikudaginn 1. maí, kl. 14:00, í Hólmavíkurkirkju. Undirleikarar eru Viðar Guðmundsson og Gunnlaugur Bjarnason, en stjórnandi kórsins er Sigríður Óladóttir. Miðaverð er kr. 2000.- fyrir fullorðna og 1000.- fyrir börn og er tekið við greiðslukortum. Innifalið í miðaverði er kaffihlaborð í Félagsheimilinu á Hólmavík að tónleikum loknum. Vefurinn strandir.saudfjarsetur.is hvetur Strandamenn og nærsveitunga til að skella sér á tónleika og hlusta á Norðurljós syngja sumarið inn.