22/12/2024

Vorskóli á Hólmavík

Í Grunnskólanum á Hólmavík er venja að halda svokallaðan vorskóla, en þá mæta tilvonandi nemendur í 1. bekk næsta vetur eina viku í skólann að vorlagi, til að hita sig upp fyrir 10 ára grunnskólanám. Þegar ljósmyndari strandir.saudfjarsetur.is var á ferðinni í skólanum á þriðjudag voru fjórir nemendur mættir, en samtals munu vera sjö börn í þessum árangi í Strandabyggð. Þau Daníel Newton, Bríanna Johnson, Bára Melsteð og Stefán Snær Ragnarsson rétt gáfu sér tíma til að líta upp úr náminu, en þau voru stödd í kennslustund hjá Ingibjörgu Emilsdóttir á Héraðsbókasafninu þegar meðfylgjandi myndir voru teknar.

Stefán og Bára

holmavik/grunnskolinn/580-vorskoli1.jpg

Vorskólinn á fullu – ljósm. Jón Jónsson