22/12/2024

Víkinganámskeið á Hólmavík

viking

Dagana 27.-29. júlí (mán-mið) verður haldið Víkinganámskeið á vegum Einherja, Víkingafélags Reykjavíkur, í íþróttamiðstöðinni á Hólmavík. Námskeiðið er frá kl. 17:10-19:00 alla dagana og er hugsað fyrir ungmenni 13 ára og eldri. Á dagskránni eru stuttir fræðslu fyrirlestrar, kennsla og æfingar í bardagatækni og skemmtilegum víkingaleikjum. Notast verður við sérstakan æfingabúnað sem tryggir öryggi þátttakenda. Umsjónarmaður er Jón Kristófer Fasth yfirþjálfari Einherja.

Þátttökugjald fyrir námskeiðið er 5.500.- og fer skráning fram hjá Jóni Kristófer Fasth í síma 848-3127 og jonfasth@gmail.com. Hann gefur jafnframt allar nánari upplýsingar.