30/10/2024

Vignir sæmdur gullmerki ÍSÍ

Síðastliðinn sunnudag, þann 18. júní, fór fram á Borðeyri 59. ársþing Héraðssambands Strandamanna. 20 fulltrúar frá 8 aðildarfélögum HSS sóttu þingið. Auk þess komu á þingið góðir gestir, þeir Ólafur Rafnsson, forseti ÍSÍ og Einar Jón Geirsson stjórnarmaður UMFÍ. Á þinginu var ýmislegt tekið fyrir, en þar bar einna hæst að fráfarandi formanni, Vigni Pálssyni á Hólmavík, var afhent gullmerki ÍSÍ fyrir störf sín hjá Héraðssambandinu. Þá var tilkynnt um val á Íþróttamanni HSS árið 2005, en hann er Þórhallur Aron Másson á Hólmavík. Umf. Geislinn hlaut síðan UMFÍ bikarinn fyrir metnaðarfull barna- og unglingastarf og foreldrastarf tengt því.

Á þinginu tók Aðalbjörg Óskarsdóttir á Drangsnesi við sem formaður HSS af Vigni Pálssyni. Þar voru einnig rædd ýmis mál varðandi mótahald sumarsins og fleira.  Eftirtaldir aðilar voru kjörnir í stjórn HSS:  Aðalbjörg Óskarsdóttir formaður, Jóhann Björn Arngrímsson gjaldkeri,  Kristján Sigurðsson ritari, Vignir Pálsson varaformaður og Bjarnheiður Fossdal meðstjórnandi.

center

Ólafur Rafnsson og Vignir Örn Pálsson skiptast á Galdrakrúsum.