30/12/2024

Vestfirskar fiðrildafréttir

Vorið 2010 byrjaði Náttúrustofa Vestfjarða verkefni sem snýst um langtíma vöktun náttfiðrilda, í samvinnu við Náttúrufræðistofnun Íslands. Tvær ljósgildrur voru settar upp á Vestfjörðum, ein í Syðridal nálægt Bolungarvík og önnur í Þiðriksvalladal nálægt Hólmavík. Gildrurnar voru í svipuðum gróðri á báðum stöðum, lyngmóa og graslendi í Syðridal og lyngmóa í Þiðriksvalladal. Rannsóknin hófst í júní og endaði í nóvember. Sýnum var safnað vikulega og þau greind.

Í Syðridal náðust 5373 eintök af 26 tegundum. Fiðrildið Klettafeti (Enthephria caesiata) reyndist vera 70% af veiddum eintökum og Grasvefari (Eana osseana) 13,5%. Í Þiðriksvalladal veiddust 3178 fiðrildi (24 tegundir) og voru sömu tvær tegundirnar algengastar, báðar um það bil 40% af veiddum fiðrildum.

Nokkrar fágætar tegundir fundust. Fimm eintök af gammayglu (Autographa gamma), eitt eintak af gráyglu (Rhyacia quadrangula) og eitt eintak af lerkivefara (Zeiraphera griseana).

Nánari upplýsingar um fiðrildi er hægt að finna að heimasíðu Náttúrufræðistofnunar Íslands http://www.ni.is/poddur/. Þar eru bæði myndir og umfjöllun um fiðrildi og aðrar pöddur sem finnast í náttúru Íslands.

Gildran

Autographa gamma – Gammaygla, ljósm. Erling Ólafsson

Klettafeti borinn saman í Þiðriksvalladal og Syðridal.

frettamyndir/2011/640-jardygla.jpg

Jarðygla borin saman í Þiðrksvalladal og Syðridal.