22/12/2024

Vel heppnað þorrablót á Hólmavík

torrabl3

Þorrablótið á Hólmavík var haldið í gærkveldi og tókst afbragðsvel. Að venju sá átta kvenna skemmtinefnd um þorrablótið. Boðið var upp á þorrahlaðborð með fleytifullum trogum af dýrindis þorramat og og svo sýndi skemmtinefndin frumsamda revíu þar sem hent var gaman að fjölmörgum atburðum liðins árs, mönnum og málefnum. Tónlist, söngur, leikþættir blönduðust þar saman og hljóð og mynd voru fléttuð saman við. Fréttaritari strandir.saudfjarsetur.is tók myndir af skemmtiatriðunum, en þegar ballið með Rósu og riddurunum byrjaði lagði hann að venju myndavélina á hilluna og tók til við dansinn. Ljómandi vel heppnuð skemmtun, eins og sjá má af myndunum.

torrabl1

torrabl27 torrabl26 torrabl25 torrabl24 torrabl17 torrabl18 torrabl19 torrabl20 torrabl21 torrabl22 torrabl23 torrabl3 torrabl4 torrabl5 torrabl6 torrabl7 torrabl8 torrabl9 torrabl16 torrabl15 torrabl14 torrabl13 torrabl12 torrabl11 torrabl10