22/12/2024

Vegurinn norður opnaður í dag

Vegurinn norður í Árneshrepp var opnaður í dag og er nú merktur þungfær á vef Vegagerðarinnar. Fram kemur á fréttavefnum www.litlihjalli.it.is að stór snjóflóð voru á Kjörvogshlíðinni. Tvö tæki unnu að opnun norðan frá, en veghefill kom frá Hólmavík sunnanmegin. Frá því er sagt á fréttavefnum mbl.is að menn sem veðurtepptir voru í Djúpavík og Árneshreppi hafi komist af stað suður á bóginn eftir miðjan dag. Nær enginn snjór er á Hólmavík og á sunnanverðum Ströndum, en töluvert er hins vegar í Bjarnarfirði og norðar.