30/10/2024

Vegurinn í Árneshrepp opnaður

Þessa stundina stendur yfir mokstur á veginum norður í Árneshrepp (þjóðvegur 643) og því stefnir í að íbúar á nyrstu slóðum Stranda geti tekið á móti gestum landleiðina fyrir og um páska. Fært er orðið um Bjarnarfjarðarháls en hálkublettir eru á leiðinni samkvæmt vef Vegagerðarinnar. Því er að verða fært um alla hefðbundna vetrarvegi á Ströndum en þæfingsfærð mun þó vera á Drangsnesvegi (þjóðvegur 646) norðan við Drangsnes og í Bjarnarfjörð, en væntanlega verður sú leið einnig orðin vel fær öllum bílum innan tíðar. Hálkublettir eru á Steingrímsfjarðarheiði og á Langadalsströnd í Djúpi en leiðin suður Strandir úr botni Steingrímsfjarðar er greiðfær.