23/12/2024

Vegurinn í Árneshrepp opinn

Vegurinn norður í Árneshrepp var opnaður í gær og er það fyrsti mokstur á þessu ári. Jeppafært var um áramótin, en vegurinn lokaðist síðan fljótlega eða um 4. janúar. Moksturstækin að norðan og sunnan mættust um miðjan dag við Djúpavík, en þá átti eftir að moka út ruðningum. Að sögn Jóns Harðar Elíassonar rekstrarstjóra Vegagerðarinnar á Hólmavík var ekki um mikinn snjó að ræða, en átta snjóflóð voru á Kjörvogshlíðinni og eitt stórt í Kaldbaksvíkurkleif. Frá þessu segir á vefnum www.litlihjalli.it.is.