22/12/2024

Vaxtarsamningur Vestfjarða auglýsir eftir hugmyndum

Vaxtarsamningur Vestfjarða hefur auglýst eftir verkefnahugmyndum og er umsóknarfrestur til 27. ágúst 2007. Skilyrði fyrir fjárstuðningi úr Vaxtarsamningi Vestfjarða er að viðkomandi verkefni tengist uppbyggingu klasa, svo sem stuðningi við stofnun tengslanets, fræðslu og þjálfun, rannsókna- og greiningarvinnu, ráðgjöf eða sameiginleg þróunar- og samstarfsverkefni. Nánari upplýsingar eru á www.vaxvest.is.

Umsóknir þurfa að berast í tölvutæku formi til Atvinnuþróunarfélags Vestfjarða (arna@atvest.is) á meðfylgjandi umsóknareyðublaði auk greinargerðar. Allir umsækjendur þurfa að skila inn greinargerð eða minnisblaði um verkefnið og á það að innihalda ítarlegri upplýsingar um verkefnið, framkvæmd þess, rökstuðning, tengingu við Vaxtarsamninginn, markmið, árangur, kostnað og tímaramma, fjármögnun og annað sem þurfa þykir. Ekki er heimilt að veita styrki til fjárfestinga í fyrirtækjum eða reksturs fyrirtækja eða opinberra stofnana, auk þess sem stofnkostnaður er ekki styrkhæfur.