30/10/2024

Vaxtarsamningur og atvinnumál

Á dögunum var heilmikill kynningarfundur á Hólmavík þar sem AtVest kynnti starfsemi sína fyrir Strandamönnum og bauð upp á súpu. Þar kynnti Viktoría Rán Ólafsdóttir frá Svanshóli sem er nýlega ráðinn verkefnastjóri AtVest og sveitarfélaganna hér á Ströndum starfsemi sína og verkefni, auk þess sem Aðalsteinn Óskarsson og Dorothee Lubecki kynntu AtVest og Vaxtarsamning Vestfjarða. Einnig kynnti Peter Weiss forstöðumaður Háskólaseturs Vestfjarða hugmyndir um starfsemi þess og Jón Páll Hreinsson sem er nýráðinn framkvæmdastjóri Markaðsstofu Vestfjarða sagði frá hugmyndum sínum og áætlunum um starfsemi hennar. Fremur fámennt var á fundinum.

 

Áhugasamir fundarmenn – ljósm. – Jón Jónsson.