22/12/2024

Vatn að nýju

Hólmavík komin með vatnNú kl. 15:20 er búið að ljúka við bráðabirgðaviðgerð á vatnslögninni til Hólmavíkur þannig að vatn ætti aftur að streyma úr krönum Hólmvíkinga. Þó ekki í jafn miklu magni og vant er því aðeins önnur dælan í dæluhúsinu er virk. Í samtali við strandir.saudfjarsetur.is sagði Sigurður Marinó Þorvaldsson, starfsmaður Hólmavíkurhrepps, að tjónið í dæluhúsinu væri sennilega umtalsvert, skipt hefði verið um öll öryggi og lekaliða í rafmagnstöflunni. Hann vildi jafnframt beina þeim tilmælum til fólks að spara vatnið um sinn, því fullnaðarviðgerð lýkur ekki fyrr en í kvöld eða nótt. Sundlaugin á Hólmavík verður lokuð í dag vegna þessa.