23/12/2024

Val á Strandamanni ársins heldur áfram

Undanfarna viku hafa staðið yfir tilnefningar til Strandamanns ársins 2005 hér á strandir.saudfjarsetur.is og ágæt þátttaka hefur verið í valinu en 24 einstaklingar voru tilnefndir fyrir fjölmörg frægðarverk og uppátæki og vel á annað hundrað tilnefninga bárust. Nú er komið að því að velja á milli þeirra þriggja sem fengu flestar tilnefningar en það voru eftir stafrófsröð: Aðalheiður Ólafsdóttir tónlistarmaður frá Hólmavík sem vann hug og hjörtu landsmanna með söng sínum og framkomu á síðasta ári, göngugarpurinn Guðbrandur Einarsson frá Broddanesi sem gekk í kringum landið í átakinu Haltur leiðir blindan og Jón Jónsson á Kirkjubóli, ferðamálafrömuður og ritstjóri með meiru.

Hægt er að taka þátt í vali á Strandamanni ársins 2005 undir þessum tengli og einnig með því að smella á á neðsta tengilinn Strandamaður ársins í efri tenglaröðinni hér til vinstri.

Hægt verður að taka þátt í vali á Strandamanni ársins fram á hádegi sunnudaginn 29. janúar n.k.

Sverrir Guðbrandsson á Hólmavík var kjörinn Strandamaður ársins 2004 á síðasta ári.