22/12/2024

Útvarp Hólmavík – FM 100,1

Frá þemaviku 2005Nú í vikunni er hefðbundið skólastarf brotið upp í Grunnskólanum á Hólmavík og krakkarnir taka þátt í ýmsu hópastarfi í þemavíku. Krakkarnir fengu að velja sér hópa og þeir eru eftirtaldir: Danssmiðja, skrautskrift, lista- og fatasmiðja, módelvinna, útivist, íþróttir, tónlist og síðast en ekki síst er hópur sem heldur utan um Útvarp Hólmavík sem útvarpar á tíðinni FM 100.1 Mhz. Ef senda á kveðjur, kaupa auglýsingar, biðja um óskalög eða annað í útvarpinu á að hringja í síma 451-3429.

Vinna sem þessi skilar sér vel fyrir mjög marga nemendur og flestir hafa fundið sér eitthvað við hæfi. Foreldrar og forráðamenn nemenda, sem og allir aðrir eru velkomnir í skólann þessa vikuna til að fylgjast með smiðjunum.