23/12/2024

Útvarp Hólmavík – FM 100,1

Morgunhanarnir Bjarki og Kristján PállÞemavika Grunnskólans á Hólmavík stendur yfir þessa vikuna. Meðal annars munu nemendur skólans reka útvarpsstöð og senda beint út. Tíðnin er FM 100,1 og þar er spiluð tónlist með skemmtilegu spjalli á milli. Þetta er kröftug útvarpsstöð sem er laus við bull og kjaftæði sem gjarnan einkennir margar stærri stöðvar. Fréttamiðillinn strandir.saudfjarsetur.is mælir eindregið með að sem flestir stilli á FM 100,1 þessa vikuna.

Dagskrá útvarpsins er eftirfarandi:

08.00-09:00 Morgunhanar (Þórhallur og Kristján)
09:00-11:00 Ekki á tali með Sigga og Ingu (Siggi Palli og Ingibjörg)
11:00-12:00 Stuð með Steinunni (Steinunn)
12:00-14:00 Fréttir og Freestyle (Jakob og Valdimar)
14:00-16.00 Start (Agnes og Sylvía)
16:00-17:00 Allý/Elín (Elín og Allý)
17:00-18:00 Síðdegishanar (Þórhallur og Kristján)
18:00-19:00 The Show (Hekla, Sara, og Þorbjörg)
19:00-20:00 Rokk-ið (Bjarki og Indi)
20:00-22:00 Tjulli brown in da house (Júlli, Ingó og Guðjón)

Fréttir eru lesnar klukkan 12:00 á hádegi og klukkan 18:00 að kveldi til. Fréttalesarar eru Aðalheiður Lilja og Agnes