22/12/2024

Útskrift 10. bekkjar

Við skólaslit Grunn- og Tónskólans á Hólmavík þann 1. júní síðastliðinn var 10. bekkur útskrifaður við mikil fagnaðarlæti þeirra sjálfra og allra viðstaddra. Fengu krakkarnir góðar óskir frá skólastjórum um gott gengi á nýjum vettvangi, þegar menn reyna fyrir sér í framhaldsskólum næsta vetur. Krakkarnir héldu einnig skemmtilega ræðu þar sem farið var í gegnum skólaárin. Árleg verðlaun hrepptu Gunnhildur Thelma Rósmundsdóttir fyrir jákvætt viðmót og framfarir, Dagrún Kristinsdóttir og Arnór Jónsson fyrir góðan námsárangur og Dagrún fyrir hæstu einkunn í dönsku.

10. bekkur á galakvöldi – ljósm. Gunnar Logi Björnsson
0
Við útskriftina í Hólmavíkurkirkju – ljósm. Jón Jónsson