22/12/2024

Uppskrift að Grímseyjarlunda í matreiðslubók

Báru Karlsdóttur veitingamanni á Café Riis á Hólmavík var í gær formlega afhent eintak af glæsilegri matreiðslubók sem er nýkomin út þar sem hún leggur til uppskrift að lunda sem borinn er á borð fyrir gesti Café Riis. Það er norðurslóðaverkefnið NORCE sem stendur fyrir útgáfu bókarinnar sem er samtímis á íslensku og ensku. Þetta er stórglæsilega matreiðslubók í stóru broti og prýðir fjöldan allan af glæsilegum ljósmyndum. Matthías Lýðsson afhenti Báru matreiðslubókina fyrir hönd verkefnisins og er þessi mynd tekin við það tækifæri. Í bókinni er að finna fjölda uppskrifta frá veitingafólki víðsvegar um norðurslóðir. Bára er einn af sautján veitingamönnum frá átta löndum sem sóst var eftir aðstoð til við gerð bókarinnar.

Meðal annarra uppskrifta sem finna má í þessari glæsilegu matreiðslubók er uppskrift fyrir hreindýralundum frá Svíþjóð, grilluð selasteik frá Noregi, heitreyktur hákarl með laukmauki frá Grænlandi auk fjölda annarra uppskrifta frá norðlægum löndum en það er fjöldi uppskrifta að finna í matreiðslubókinni. Upskriftirnar eru frá Íslandi, Grænlandi, Færeyjum, Noregi og Svíþjóð, Finnlandi, Orkneyjum, Hjaltlandi og Labrador og lýsir matarmenningu í strandhéruðum þessara landa.

Matreiðslubókin sem heitir Northern Coastal Inspiration upp á ensku er í mjög takmörkuðu upplagi og hana er hægt að nálgast í sölubúð Strandagaldurs á vefnum með því að smella hér eða á Galdrasafninu á Hólmavík.

bottom
Síða úr bókinni með uppskrift Báru að lundanum. Hægra megin á opnunni má sjá Hólmavík í baksýn.

frettamyndir/2007/580-matreidsla-bok-opna.jpg
Kápa matreiðslubókarinnar Northern Coastal Inspiration