04/10/2024

Uppeldisnámskeið á Hólmavík

Framundan er uppeldisnámskeið á Hólmavík fyrir foreldra og forráðamenn barna. Námskeiðið er  frá Miðstöð Heilsuverndar barna og hefur verið haldið þar og víða um land undanfarin ár. Námskeiðið er byggt á bókinni Uppeldisbókin – Að byggja upp færni til framtíðar. Útgáfa bókarinnar og hönnun námskeiðsins er styrkt af Forvarnasjóði. Höfundur námskeiðsins er Dr. Gyða Haraldsdóttir sálfræðingur sem starfar á Miðstöð Heilsuverndar barna.

Námskeiðið er  tvo tíma í senn í fjögur skipti og verður haldið á þriðjudögum kl. 16:30-18:30 í Hnyðju. Námskeiðið hefst 21. febrúar og verður 28. febrúar, 7. mars og 21. mars. Foreldrar barna á leikskólaaldri ganga fyrir með þátttöku. Skráning í síma 842-2511 eða á netfangið felagsmalastjori@strandabyggd.is.

Námskeiðið er kostað af Strandabyggð en foreldrar þurfa að greiða námskeiðshefti. Hægt er að kaupa Uppeldisbókina á námskeiðinu. Kennari á námskeiðinu er María Játvarðardóttir félagsráðgjafi MA.