22/12/2024

Umsóknarfrestur í vinnuskóla Strandabyggðar að renna út

580-vinnuskolinn

Frestur til að sækja um í Vinnuskóla Strandabyggðar sumarið 2016 rennur út þann 2. maí, en ungmenni fædd á árabilinu 1999-2003 sem eiga foreldri eða forráðamann með skráð lögheimili í Strandabyggð geta sótt þar um vinnu. Framboð á vinnu fer eftir aldri viðkomandi, en þau sem eru fædd 2003 fá vinnu hálfan daginn í 2 vikur, árgangur 2002 hálfan daginn í 4 vikur, þau sem eru fædd 2001 hálfan daginn í 6 vikur, árgangur 2000 allan daginn í 8 vikur og árgangur 1999 allan daginn í 10 vikur. Umsóknir í Vinnuskólann eru aðgengilegar á skrifstofu og vef Strandabyggðar. Allar nánari upplýsingar má nálgast hjá tómstundafulltrúa, tomstundafulltrui@strandabyggd.is.