13/10/2024

Himbrimar á Þiðriksvallavatni

himbrimi4

Himbriminn (Gavia immer) sem hér sést á myndum sem teknar eru á Þiðriksvallavatni er mestu staðfugl á Ísland, ca 300 pör yfir sumarið, en vetrarstofnstærð milli 100 til 1000 fuglar. Himbrimi er vatnafugl og Ísland er eina landið í Evrópu þar sem hann verpir að staðaldri. Hann er á válista. Himbrimi gefur frá sér langdregið væl, tryllingslegan hlátur og skemmtilegt jóðl. Hann flýgur með kraftmiklum vængjatökum, þá er hálsinn niðursveigður og fæturnir skaga aftur fyrir stélið. Hann er fimur sundfugl, mikill kafari og djúpsyndur. Hann er þungur til flugs og lendir á maganum en ber ekki fæturna fyrir sig eins og flestir fuglar. Himbrimi er af brúsaætt, en brúsar geta ekki gengið og koma ekki á land nema til að verpa og skríða þá á maganum til og frá hreiðrinu. Eru venjulega stakir, í pörum eða litlum hópum.

himbrimi2 himbrimi3

Himbrimar á Þiðriksvallavatni – Ljósm. Jón Jónsson