22/12/2024

Umferðarslysið í Bitrufirði

Eins og kom fram hér á vefnum gær varð mjög harður árekstur skammt norðan Óspakseyrar um miðjan dag í gær. Tvær jeppabifreiðar sem komu úr gagnstæðri átt skullu þar saman af miklu afli. Vegna umfangs slyssins þá voru kallaðir út sjúkrabílar bæði frá Hvammstanga og Hólmavík. Að sögn lögreglunnar á Hólmavík þá voru tveir fluttir slasaðir til Reykjavíkur, með tveimur sjúkrabílum, til aðhlynningar. Aðkoman á slysstað var ljót og eins og ökutækin bera með sér þá hefði getað farið mun verr.