22/12/2024

Umferðarslys við Kirkjuból

Nú laust eftir hádegi varð umferðaróhapp við bæinn Kirkjuból við Steingrímsfjörð þegar svokallaður "trailer" valt í beygjunni fyrir neðan bæjarhólinn. Bíllinn sem var á suðurleið valt á hliðina og lokar veginum eins og er, en vegfarendur á minni bílum geta að sögn Kirkjubólsbónda keyrt um bæjarhlaðið til að komast leiðar sinnar. Tveir menn voru í bílnum og var annar þeirra fluttur til aðhlynningar á Heilsugæsluna á Hólmavík. Ekki er talið að um alvarleg meiðsl sé að ræða.