22/12/2024

Umferð með rólegra móti

Í vikunni sem var að líða var umferð með rólegra móti í umdæmi lögreglunar á Vestfjörðum, en þó voru tveir stöðvaðir fyrir of hraðan akstur, annar í Vestfjarðargöngunum og hinn í nágrenni við Hólmavík.
Fjögur umferðaróhöpp voru tilkynnt til lögreglu. Á þriðjudag varð árekstur í Ísafirði í Djúpi, þar hafnaði bifreið aftan á annarri, en ökumaður þeirrar fremri hugðist beygja út  af veginum. Talsvert eignartjón varð í þessu óhappi. Sama dag varð bílvelta í Bolungarvík. Þá urðu tvö önnur minniháttar óhöpp, annað á Hólmavík og hitt á Ísafirði. Ekki urðu slys á fólki í þessum óhöppum. Einn ökumaður var stöðvaður grunaður um akstur undir áhrifum fíkniefna. Skemmtanahald fór vel fram í umdæminu um liðna helgi og án teljandi afskipta lögreglu.