30/10/2024

Tvær sýningar Claus Sterneck í Djúpavík

Listamaðurinn Claus Sterneck opnaði tvær sýningar í gömlu síldarverksmiðjunni í Djúpavík þann 1. júní síðastliðinn og verða þær opnar til ágúst loka. Claus er ljósmyndari og eru þetta ljósmyndasýningar. Önnur sýningin ber nafnið Pictures and their sounds  og hin heitir 200+ pictures. Á sýningunni Pictures and their sounds getur maður heyrt það sama og ljósmyndarinn heyrði þegar að hann tók myndina, því að hljóðin eru spiluð með hverri mynd. Frítt er inná sýningarnar og ætti allir að skella sér.