23/12/2024

Túnglið, túnglið, taktu mig!

Eins og fjölmargir Strandamenn hafa örugglega tekið eftir, var óvenjulega fullt tungl fyrir skemmstu í mesta blíðskaparveðri. Þegar þannig ber til hefur tunglið umtalsverð áhrif á hegðun fólks og það sem fyrir ber. Ýmsar furður á Ströndum má tengja fullu tungli nú á dögunum, þannig sáust til dæmis bæði hvítur hrafn og dauð ugla á flögri um Steingrímsfjörðinn, en sú síðarnefnda komst að lokum undir mannahendur. Fréttaritari strandir.saudfjarsetur.is varð tunglsjúkur á leið heim úr vinnunni og tók meðfylgjandi myndir af tunglinu við Sævang.

Það er engin þörf að kvarta, þegar máninn hátt á himni skín, sögðu skáldin

– ljósm. Jón Jónsson