22/12/2024

Tónleikar Kórs Átthagafélagsins

Vortónleikar Kórs Átthagafélags Strandamanna verða haldnir í Seljakirkju  sunnudaginn 2. maí kl. 17:00. Stjórnandi er Krisztina Szklenár. Einnig kemur fram á tónleikunum Samkór Mýramanna undir stjórn Jónínu Ernu Arnardóttir. Miðaverð er samkvæmt tilkynningu 1.800 kr. fyrir fullorðna, en frítt fyrir 14 ára og yngri.