23/12/2024

Tónleikar á Hólmavík

edited_20151005_110548 (2)

Ómar Guðjónsson og Tómas R. Einarsson eru nú á yfirreið um landið og halda tónleika víða undir yfirskriftinni Bræðralag. Þeir félagar troða upp á Café Riis á Hólmavík þann 12. október næstkomandi og hefjast tónleikarnir klukkan 20:30. Strandamenn eru hvattir til að láta ekki þessa góðu skemmtun fram hjá sér fara.