22/12/2024

Tölvunámskeið fyrir lesblinda

Fræðslumiðstöðin býður nú Strandamönnum og nærsveitungum upp á námskeið fyrir lesblinda og aðra sem vilja nýta sér tækni við lestur og skrift. Námskeiðið miðar að því að kynna fyrir nemendum þau verkfæri sem geta nýst lesblindum og öðrum við lestur og skrift með það að markmiði að auka færni. Það er sérlega hagnýtt og nýtist jafnt heima og í starfi. Markmiðið er að þátttakendur öðlast öryggi og færni í notkun helstu verkfæra (hugbúnaðar) sem í boði eru. Má þar nefna hugbúnað sem les af tölvuskjám, fylgiforrit Windows (Office), upplestrarhugbúnaður, tölvupóstur, stafrænar myndavélar, hljóðupptökutæki og talgreinir.

Námskeiðið hentar jafnt fyrir byrjendur og lengra komna en leiðbeinandi hefur mikla reynslu af því að vinna með einstaklingum sem hafa litla eða enga reynslu af því að vinna með tölvur. Allir nemendur fá námsefni sem hjálpar þeim að rifja upp að loknu námskeiði.

Tími: 10.-12. mars 2011. Kennt kl 18-21 fimmtudag og föstudag og 10-13 laugardag (3 skipti).
Kennari: Snævar Ívarsson
Staður: Grunnskólinn á Hólmavík (tölvustofa)
Fjöldi kennslustunda: 12 kennslustundir
Verð: 21.300.-

Skráningarfrestur er til kl 12 þriðjudaginn 8. mars 2011 á vefnum www.frmst.is.