22/12/2024

Tinna Marína á nýjum jóladiski

Strandamærin Tinna Marína Jónsdóttir frá Hólmavík er einn flytjanda á nýjum íslenskum jóladiski sem kom út fyrir jólin. Diskurinn heitir Jól á ný og á honum er 11 ný jólalög í flutningi fjölmargra kunnra söngvara. Diskurinn er til sölu til stuðnings Rjóðurs sem er hjúkrunar-, hvíldar- og endurhæfingarheimili í Kópavogi fyrir langveik börn. Þar fá börnin hjúkrun, hvíld og endurhæfingu ásamt ýmiskonar afþreyingu sem er sniðin eftir þörfum hvers og eins. Börnin sem dvelja á Rjóðri eru með ýmsa langvinna sjúkdóma og misjafnar hjúkrunarþarfir. Geisladiskinn Jól á ný er hægt að panta í síma 846 4398.

Aðrir flytjendur á diskinum eru Bjarni Arason, Rúnar Þór Pétursson, Hulda Gestsdóttir, Kristján Gíslason, Helga Möller, Davíð Smári Harðarson, Íris Krisinsdóttir, Elín Björnsdóttir og Söngkvartettinn Rúdolf.