23/12/2024

Tilberar og nábrækur til sölu

Minjagripaverslun Galdrasýningar á Ströndum hefur hafið sölu á einstökum minjagripum sem hafa verið í þróun og vinnslu undanfarna mánuði. Hver einstakur gripur er handgerður og nátengdur viðfangsefni sýningarinnar sem er íslenskur galdur og þjóðtrú. Þeir koma í sérhönnuðum öskjum þar sem er hægt að lesa sér til um notkunarmöguleika og hægt að velja um íslenskan eða enskan texta. Minjagripaverkefni Strandagaldurs hefur staðið yfir síðan í febrúar og margar góðar hugmyndir að gripum hafa komið fram og enn verið að þróa gripi sem verða vonandi teknir til sölu fljótlega. Þar á meðal Vegvísir í formi vörðu og hlautbolli, sem voru notaðir við blót fyrir öldum. Nábrækurnar og tilberarnir eru til sölu í sölubúð Galdrasýningarinnar og að sjálfsögðu einnig í Strandabúðinni á vefnum.

.
Tilberar í umbúðum

.
Nábrækur í umbúðum