23/12/2024

Þríleikur Þorbjörns frumsýndur á Drangsnesi

Föstudaginn 7. apríl frumsýnir leikhópur í Grunnskólanum á Drangsnesi nýtt verk: Þríleik Þorbjörns. Verkið vann hópurinn upp úr þremur af þekktustu leikverkum Thorbjörns Egners; Dýrunum í Hálsaskógi, Kardemommubænum og Karíus og Baktus. Allir nemendur skólans taka þátt í uppsetningunni ásamt leikskólabörnunum, en samtals eru fjórtán börn á leik- og grunnskólaaldri búsett í Kaldrananeshreppi. Sýningin hefst kl. 19 föstudaginn 7. apríl og eru Strandamenn hvattir til að fjölmenna.