14/01/2025

Þriggja kvölda spilavist í Sævangi

Þriggja kvölda félagsvist verður haldin í Sævangi á Ströndum og hefst þriðjudagskvöldið 21. mars kl. 20:00. Annað kvöldið verður svo haldið þriðjudaginn 4. apríl og þriðja og síðasta kvöldið mánudaginn 17. apríl (annan í páskum). Spilamennskan hefst kl. 20:00 öll kvöldin. Verð fyrir kvöldið er kr. 1.300.- fyrir 13 ára og eldri, 900 fyrir yngri og eru veitingar innifaldar. Hægt er að mæta eitt eða tvö kvöld ef fólk kemst ekki öll þrjú kvöldin. Allir eru hjartanlega velkomnir.