22/12/2024

Þorrablót á Borðeyri 18. febrúar

Hið árlega þorrablót verður á Borðeyri laugardaginn 18. febrúar og hefst kl. 20:30 (húsið opnar kl. 19:30). Hljómsveitin Strákarnir okkar leikur fyrir dansi, Einar Georg sér um annálinn, Gæðakokkar um matinn og nefndin um skemmtiatriðin. Miðaverð er kr. 6.000 og 2.500 á dansleik (posi á staðnum). Miðapantanir þurfa að berast fyrir miðvikudagskvöldið 15. febrúar í síma 451-1176 eða 848-3852 (Rósa á Kolbeinsá), 564-2301 (Inga Hrönn á Kjörseyri) eða 451-1138 eða 862-8022 (Sirrý á Markhöfða).