22/12/2024

Þórður iðinn á þúfunni

Það hefur vakið nokkra athygli á strandir.saudfjarsetur.is hvað Þórður Sverrisson gröfukall á Hólmavík virðist duglegur að aðstoða foreldra sína í kartöfluræktinni. Fréttavefurinn hefur fylgst með iðju þeirra hjóna að draga björg í bú úr kartöflugarðinum vor og haust undanfarið ár, og það er áberandi hvað Þórður drengurinn þeirra er áhugasamur um ræktina. Eitthvað virðist hann þó vera þungur á honum rassinn, nema ef vera kunni að þúfa nokkur í grennd við kartöflugarðinn sé búin einhverjum sérstökum álögum sem hafi þessi áhrif á sitjanda piltsins. Myndaserían að neðan sem hefur verið tekin vor og haust undanfarið segir kannski meira en mörg orð.

Þórður Sverrisson
Þórður í kartöflugarðinum með foreldrum sínum, kampakátur á þúfunni.
Frétt á strandir.saudfjarsetur.is þann 25. apríl 2005


Þórður að aðstoða foreldra sína við kartöflurnar s.l. haust.
Tryggur þúfunni.
Frétt á strandir.saudfjarsetur.is þann 8. nóvember 2005

frettamyndir/2006/580-kartoflugardur2.jpg
Þórður fylgist með foreldrum sínum – tryggur þúfunni að vanda.
Frétt á strandir.saudfjarsetur.is þann 6. júní 2006