22/12/2024

Þjónusta á vegum um jólin

Vegagerðin hefur sent frá sér fréttatilkynningu um þjónustu Vegagerðarinnar á Vestfjörðum um jól og áramót. Þar kemur m.a. fram að Strandavegur (frá Bjarnarfjarðarhálsi og norður í Árneshrepp) verður skoðaður með tilliti til moksturs fimmtudaginn 27.des. eða föstudaginn 28. des. eins og Hrafseyrar- og Dynjandisheiðar. Hér að neðan gefur svo að líta eftirlit og þjónustu um jól og áramót á stofnvegum með daglega þjónustu, en vefurinn strandir.saudfjarsetur.is vill líka eindregið hvetja ökumenn til að fara varlega:

Aðfangadagur jóla:
Milli þéttbýlisstaða er þjónusta til 17:00, en á langleiðum lýkur þjónustu kl. 14.00
Jóladagur:
Milli þéttbýlisstaða er þjónusta til 17:00, en á langleiðum lýkur þjónustu kl. 14.00
Annar í jólum:
Þjónusta skv. snjómokstursreglum.
Gamlársdagur:
Milli þéttbýlisstaða er þjónusta til 17:00 en á langleiðum lýkur þjónustu kl. 14.00
Nýársdagur:
Milli þéttbýlisstaða er þjónusta til 17:00 en á langleiðum lýkur þjónustu kl. 14.00

Almennt er stefnt að því að leiðir verði færar fyrir kl. 10:00.