23/12/2024

Þjóðhátíðarhlaðborð og KaffiKviss

 Í tilkynningu frá Sauðfjársetri á Ströndum segir að á þjóðhátíðardaginn 17. júní verður haldið veglegt kaffihlaðborð í Sævangi frá kl. 14:00 til 18:00. Ókeypis aðgangur verður að sögusýningunni Sauðfé í sögu þjóðar allan daginn og að sérsýningu um Alfreð Halldórsson á Kollafjarðarnesi. Um kvöldið kl. 20:00 verður síðan haldin spurningakeppni í Kaffi Kind í anda Pub Quiz keppnanna sem hafa verið vinsælar undanfarin misseri. Keppt verður um vegleg verðlaun fyrir kaffiþambara og sælkera. Fólk á öllum aldri er boðið hjartanlega velkomið á báða viðburði.